Fimleikarnir í Íþróttaakademíuna?
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur tekið við húsrekstri Íþróttaakademíunnar þar sem skólastarf Keilis fer nú alfarið fram á Ásbrú. Ráðið skoðar nú hvort mögulegt sé að breyta íþróttasalnum í fimleikasal. Til stóð að byggja sérstaka fimleikahöll á sínum tíma en þær áætlanir voru settar í salt eftir Hrunið. Því kann svo að fara að fimleikadeildin fái húsnæði, gangi þetta eftir.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.