Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefni og stolinn bíll fundust við húsleit
Föstudagur 9. júní 2006 kl. 09:26

Fíkniefni og stolinn bíll fundust við húsleit

Lögreglan í Keflavík gerði í gærkvöld húsleit í Garði vegna gruns um að þar færi fram kannabisræktun. Við leit í húsinu fannst töluvert magn af kannabisefnum og tvær kannabisplöntur. Ýmislegt fleira virtust húsráðendur hafa á samviskunni því stolinn bíll fannst í bílskúr við húsið. Um var að ræða nýlega bifreið sem stolið var í Reykjavík síðastliðið haust.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024