Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fíkniefni í vegarkanti
Mánudagur 25. ágúst 2008 kl. 09:04

Fíkniefni í vegarkanti

Lögreglumenn fundu um 35 grömm af meintu amfetamíni í söluumbúðum utan vegar við Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gær.

Árvökulir íbúar höfðu tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í námunda við staðinn, sem efnin fundust og leiddi það til þess að lögreglan fann efnin. Leiða menn að því líkur að efnunum hafi verið kastað út úr bifreið en lögreglumenn voru með umferðareftirlit á þessum slóðum um helgina. Hafi eigendur efnanna ætlað að finna þau aftur en lögreglan varð fyrri til eftir ábendingu frá íbúum á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024