Fíkniefni í skáp
Afskipti lögreglunnar á Suðurnesjum af ökumanni í vikunni leiddu til þess að fíkniefni fundust falin í skáp í íbúð í umdæminu. Ökumaðurinn, kona um tvítugt, var stöðvuð, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Það leiddi til þess að lögreglan hélt síðan á heimili hennar þar sem hún býr ásamt annarri konu um þrítugt. Að fengnu leyfi til leitar í íbúðinni fann lögreglan fíkniefni í neysluskömmtum falin í svörtu boxi inni í fataskáp. Auk fyrrnefndu konunnar var ungur karlmaður stöðvaður við akstur í umdæminu í vikunni, einnig grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.