Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fíkniefni í mannlausri bifreið
Miðvikudagur 10. febrúar 2016 kl. 12:40

Fíkniefni í mannlausri bifreið

- Bifreiðin skilin eftir á Garðvegi

Lögreglan á Suðurnesjum fann í gærkvöld fíkniefni í mannlausri bifreið sem skilin hafði verið eftir á Garðvegi. Lögreglumenn voru við hefðbundið eftirlit þegar þeir komu auga á bifreiðina sem var utan vegar á gatnamótum Garðvegar og Útgarðsvegar. Þegar lýst var inn í bifreiðina sáust í opnu hanskahólfi þrír pokar með meintum kannabisefnum. Lögregla hóf leit að ökumanni bílsins og fann hann svo í skemmu sem hann hafði til afnota. Hann var með tvo poka með kannabisefnum. Ökumaðurinn heimilaði leit í bifreiðinni og játaði akstur undir áhrifum fíkniefna og eign sína á kannabispokunum.
 

Í bifreið annars ökumanns sem handtekinn var vegna fíkniefnaaksturs fundust fíkniefni í sólskyggni. Hinn þriðji ók án ökuskírteinis á ótryggðri bifreið og sá fjórði neitaði að láta í té sýni á lögreglustöð. Hann var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024