Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefni haldlögð í tveimur húsleitum
Laugardagur 9. janúar 2016 kl. 07:00

Fíkniefni haldlögð í tveimur húsleitum

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í vikunni. Í öðru tilvikinu var upphaf máls það, að réttindalaus ökumaður var stöðvaður og lagði mikla kannabislykt úr bifreið hans. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Skömmu síðar stöðvuðu lögreglumenn bifreiðina aftur. Var þá sambýliskona hans undir stýri en hann í farþegasæti. Hann reyndist þá vera með nokkurt magn kannabis og amfetamíns í fórum sínum. Að fenginni heimild gerði lögregla húsleit í hýbýlum parsins. Þar fundust kannabis, amfetamín, hakakrosstöflur og kannabisfræ. Einnig grammavigt og hnúajárn. Maðurinn var með allmikla fjárhæð í fórum sínum. Grunur leikur á að þarna hafi farið fram sala á fíkniefnum.

Í hinu tilvikinu fundust  við húsleit í íbúðarhúsnæði amfetamín, kannabisklumpar svo og tóbaksblandað kannabis og hvítar efnaleifar um alla íbúð. Húsráðandi játaði eign sína á efnunum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005800-5005.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024