Fíkniefni gerð upptæk
Lögreglan á Suðurnesjum gerði upptæk fíkniefni í heimahúsi um fimmleytið í morgun. Um var að ræða lítið magn af marihuana. Upp komst um málið í kjölfar kvartana vegna hávaða í húsinu. Þrír menn voru í íbúðinni þegar lögreglu bar að og gekkst einn mannanna þegar við því að eiga efnið og telst málið upplýst, skv. því sem mbl.is greinir frá.
Í gærkvöld greip Suðurnesjalögreglan enn einn ökumanninn, sem talinn var vera undir áhrifum fíkniefna.