Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 20. desember 2003 kl. 16:24

Fíkniefni fundust í bíl í Reykjanesbæ

Lögreglan í Reykjanesbæ stöðvaði bifreið við almennt eftirlit í Njarðvík um tíuleytið í gærkvöldi. Samkvæmt mbl.is fundust fíkniefni á farþegum og í bifreiðinni og við húsleit í kjölfarið. Samtals fundust um sjötíu grömm af amfetamíni. Viðkomandi voru yfirheyrðir og var þeim sleppt að því loknu. Málið telst upplýst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024