Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:14

FÍKNIEFNI FLÆÐA YFIR SUÐURNES

Á laugardag stöðvaði lögreglan bifreið á Reykjanesbraut og í henni fundust hass og áhöld til fíkniefnaneyslu. Farþegar bifreiðarinnar voru á aldrinum 16-18 ára og allir þekktir fíkniefnaneytendur. Einn þeirra játaði að hafa brotist inní fimm bifreiðar á Suðurnesjum og stolið úr þeim geislaspilurum og fleiru. Á aðfaranótt sunnudags handtók lögreglan tvo menn á aldrinum 18 og 22 ára. Þeir voru ekki með nein fíkniefni á sér en í bifreið þeirra fundust áhöld til neyslu. Báðir mennirnir eru þekktir í fíkniefnaheiminum. Fíkniefnasali úr Reykjavík var einnig handtekinn fyrir skömmu í annarlegu ástandi í Keflavík en engin efni fundust á honum. Lögreglan telur að aukningu innbrota á Suðurnesjum megi tengja aukinni neyslu fíkniefna og takmarkaðra meðferðarúrræða fyrir neytendur. Óvenju margir neytendur eru nú á götunni og sjá sér farborða með þjófnuðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024