Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefni, eldur og líkamsárás í nótt
Laugardagur 4. júní 2005 kl. 11:35

Fíkniefni, eldur og líkamsárás í nótt

Í nótt kom eitt fíkniefnamál upp í Grindavík á sjómannadagshátíðinni Sjóaranum Síkáta. Þá var lögregla og slökkvilið kallað að heimahúsi í Grindavík vegna reyks sem lagði frá íbúð á jarðhæð. Þar reyndist eldur vera laus á eldavél en húsráðandinn, eldri kona, hafði brugðið sér úr húsi en gleymt að slökkva á eldavélinni.

Ráðist var á mann í miðbæ Keflavíkur og hann sleginn ítrekað í andlitið. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík þar sem hugað var að sárum hans. Hann er talinn nefbrotinn. Meintur árásarmaður hefur oft komið við sögu lögreglunnar vegna ofbeldismála.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024