Fíkniefnasali tekinn á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld tæplega tvítugan karlmann vegna gruns um fíkniefnaakstur og sölu fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu mannsins á kannabis, amfetamíni og metamfetamíni. Við svo búið fór lögregla í húsleit á heimili hans. Við leitina fannst talsvert af fíkniefnum, bæði kannabis og meint amfetamín. Einnig tól og tæki til neyslu fíkniefna.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.