Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefnasali tekinn á reiðhjóli
Mánudagur 10. nóvember 2014 kl. 11:57

Fíkniefnasali tekinn á reiðhjóli

Lögreglan á Suðurnesjum stóð nýverið fíkniefnasala að verki. Hann hjólaði á reiðhjóli umhverfis kyrrstæða bifreið í Keflavík. Hann og ökumaður bifreiðarinnar tóku síðan tal saman og fór hjólamaðurinn í úlpuvasa sinn og rétti ökumanni eitthvað. Þegar lögreglumenn stöðvuðu þann fyrrnefnda var hann með kannabisefni í úlpuvasanum. Hann var svo handtekinn í kjölfarið.

Ökumaðurinn var með tvo poka af kannabisefnum og viðurkenndi hann kaup sín á fíkniefnum. Hann var einnig handtekinn. Skömmu síðar sá lögregla tvo aðra aðila sem grunaðir voru um að vera að versla með fíkniefni. Annar þeirra náðist og við leit sem hann heimilaði fundust kannabisefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.