Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 24. janúar 2002 kl. 18:35

Fíakaup dæmt til greiðslu vegna tónlistarflutnings í versluninni

Fíakaup í Reykjanesbæ hafa verið dæmd til að borga Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) 9.834 kónur og Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH) 5.900 krónur fyrir að leika tónlist í versluninni. Auk þessa voru eigendur verslunarinnar dæmdir til að borga samtökunum tveimur 20.000 krónur í málskostnað hverju.

Í stefnu samtakanna sagði að tónlist hafi verið leikin í versluninni á árinu 2000 á þann hátt að viðskiptavinir hennar hafi heyrt. Tónflutningurinn hafi því verið opinber og þar með gjaldskyldur samkvæmt gjaldskrám samtakanna. Vegna þessa tónflutnings hafi stefnda verið sendur reikningur sem ekki hafi verið borgaður og þar sem innheimtutilraunir hafi engan árangur borið hafi verið nauðsynlegt að stefna rekstraraðila verslunarinnar.

STEF og SFH byggðu kröfu sína á höfundalögum nr. 73/1972 þar sem segir að það teljist sjálfstæð opinber birting á tónverki þegar úvarpsflutningi á tónlist er dreift til almennings með hátalara eða á annan hátt.

Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag og byggði á skoðunarskýrslu tveggja starfsmanna framangreindra samtaka, sem komu þrisvar sinnum í verslunina og heyrðu þar tónlistarflutning úr ferðageislaspilara, sem staðsettur var við dyr innan við kjötborð.

Fulltrúi verslunarinnar mótmælti kröfum stefnenda í fyrra þinghaldi en mætti ekki til þess seinna. Þótti dómara ekkert hafa komið fram af hálfu hans sem væri til þess fallið að hnekkja sönnunargildi skoðunarskýrslu STEF og SFH.

Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024