FFGÍR stendur fyrir málþingi
FFGÍR, Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ, í samstarfi við skólastjórnendur og kennara grunnskólanna í bænum bjóða
til Málþings undir yfirskriftinni: Með foreldrum til framfara, miðvikudaginn 28. september 2005, kl. 17.00-20.00 í sal Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Á dagskrá er m.a. fyrirlestrar um árangur og líðan barna, heimanám og frásagnir foreldra, nemenda og kennara af árangursríku samstarfi heimilis og skóla.
Að loknum fyrirlestrum verður boðið upp á umræðuhópa.
Aðgangur er ókeypis og eru allir, einkum foreldrar, hvattir til að taka þátt.
Boðið verður upp á tónlistaraðtriði og léttar veitingar.
Þátttakendur þurfa að skrá sig á netfangið [email protected] fyrir 26. september.
www.reykjanesbaer.is