Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 18. mars 2004 kl. 10:42

FFGÍR opnar heimasíðu

FFGÍR hefur nú opnað heimasíðu FFGIR.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um foreldrastarf í grunnskólum bæjarins.  Aukið upplýsingaflæði bæði til foreldra og frá foreldrum hefur verið eitt af aðalmarkmiðum FFGÍR og er heimasíðan einn liður í því að auka það.
Handbækur foreldrafélaganna sem fengu hvatningarverðlaun  Heimilis og skóla  á síðasta ári hafa nú verið uppfærðar og hægt er að skoða þær á heimsíðunni. Þar er að finna allar upplýsingar um starfsemi félaganna,  hverjir skipa stjórnir og ráð á vegum foreldrafélaganna og markmið sem þau hafa sett sér.
Fundargerðir FFGÍR verða aðgengilegar á heimasíðunni og nýjustu fréttir af
samstarfi foreldrafélaganna.  Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir um allt er varðar starfið og á síðunni eru ýmsir nytsamlegir tenglar eða krækjur  þar sem foreldrar geta komist að ýmsu fróðlegu um foreldrasamstarf  beint eða óbeint. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista FFGÍR og þar með fá allar nýjustu fréttir af starfinu.
FFGÍR hefur nú látið hanna “logo” eða merki sitt og er það sjáanlegt á síðunni. Skúli Sigurðsson hannaði merkið en það var valið úr nokkrum hugmyndum. Skúli hefur einnig verið FFGÍR innan handar við gerð heimasíðunnar.  Á næstu vikum mun FFGÍR kynna nokkur slagorð undir hinu nýja merki en þau komu fram á sameiginlegum fundi stjórna foreldrafélaga og foreldraráða 14. febrúar s.l.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024