Sunna ráðin til Kvikunnar
Grindavíkurbær hefur ráðið Sunnu Jónínu Sigurðardóttur sem verkefnastjóra framtíðarþróunar Kvikunnar. Sunna hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun og markaðssetningu en undanfarin ár hefur hún unnið hjá Marel við að markaðssetja sýndarveruleikaefni þar sem m.a. er farið í gegnum hátækni fiskvinnslu Vísis hf í Grindavík. Í starfi sínu hjá Marel hefur Sunna kynnst töluvert atvinnustarfseminni í Grindavík og ber það helst að nefna sjávarútvegsfyrirtækin.
Sunna er með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og diplómagráðu í hagnýtri ráðstefnutúlkun frá sama skóla. Þá lauk hún diplómanámi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og hefur stundað meistaranám við Háskóla Íslands í hagnýtri ritstjórn og útgáfu.
Sunna hefur búið í Grindavík ásamt manni sínum og þremur börnum í rúmt ár.