Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Festu bílinn í sandi
Þriðjudagur 6. júní 2006 kl. 09:37

Festu bílinn í sandi

Fjórir ökumenn voru kærðir af lögreglu fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gær. Sá er hraðast ók var á 121 km hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Ferðamenn urðu fyrir því í gærkvöld að festa bifreið sína í fjörunni í Sandvík. Jeppabifreið frá Björgunarsveitinni Suðurnes var fengin á staðinn til að losa bifreiðina.

Þá var lögreglu tilkynnt um þjófnað á tveimur númeraplötum af tveimur vörubifreiðum, eða svokölluðum búkollum, við Fitjabraut í Njarðvík um helgina. Var annarri númeraplötunni stolið af hvorri bifreið. Eru þetta svokölluð græn númer (utanvegamerki).
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024