Festu bíla í ófærð

Ökumenn lentu í vandræðum í nótt vegna þæfingsfærðar á Suðurnesjum. Lögreglan þurfti að aðstoða nokkra ökumenn við að losa bíla þeirra úr sköflum sem höfðu myndast, einna helst á Ásbrú. Um miðjan daginn í gær missti ökumaður stjórn á bíl sínum inn við Grindavíkurafleggjara og hafnaði á ljósastaur. Maðurinn slapp ómeiddur en bílinn var talsvert laskaður. 
---
Ljósmynd/elg - Stundum er jafnvel betra að fara fótgangandi í ófærðinni.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				