Festa tapar á falli SpKef
Lífeyrissjóðurinn Festa gæti tapað verulegum fjármunum á falli SpKef.
Bókfærð eign Festu í Sparisjóðnum í Keflavík um síðustu áramót var 241 milljón í skuldabréfum en stofnfjárbréf höfðu verið afskrifuð að fullu. Ef ekki fæst neitt upp í þessar eignir þá má búast við að þær tapist á þessu ári. Festa hefur fært niður eign sína í SpKef umtalsvert eða um 888,6 milljónir í skuldabréfum og 712 milljónir í stofnfé, að sögn Kristjáns Gunnarssonar, stjórnarformanns Festu.
Kristjáns segir það myndu hafa óveruleg áhrif á afkomu sjóðsins á þessu ári ef kæmi til frekari afskrifta. Hann segir ávöxtun góða það sem af er þessu ári og haldist hún svipuð muni sjóðurinn vonandi ekki þurfa að skerða réttindi til viðbótar þeim fimm prósentum sem ákveðin voru á síðasta ársfundi Festu.
Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun