Festa lánar Reykjaneshöfn 250 milljónir
Lífeyrissjóðurinn Festa hefur samþykkt að veita Reykjaneshöfn 250 mkr. lán til 25 ára með 6,7% vöxtum. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi fyrir skemmstu. Lánið verður með veði í lóðum í Helguvík, samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Framkvæmdastjóra ráðsins hefur verið falið að undirrita lánasamninginn.
Reykjaneshöfn stendur í umtalsverðum framkvæmdum í Helguvíkurhöfn vegna álversframkvæmda. Erfitt hefur reynst að fá lánsfé til framkvæmdanna í því efnahagsástandi sem nú ríkir.