Ferskir vindar í Garði um næstu jól
Listahátíðin Ferskir vindar, sem haldin hefur verið í Sveitarfélaginu Garði, verður aftur á dagskrá um næstu jól. Gert er ráð fyrir að hátíðin standi frá miðjum desember 2015 og fram í febrúar 2016.
Drög að samstarfssamningi um hátíðina hafa verið lögð fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs. Þar var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna áfram að samstarfssamningnum út frá umræðum á fundinum. Endanleg drög að samstarfssamningi verði svo lögð fram í bæjarráði til afgreiðslu.