Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fernanda missti næstum stýrið
Miðvikudagur 9. maí 2012 kl. 09:57

Fernanda missti næstum stýrið

För flutningaskipsins Fernanda, sem strandaði við Sandgerði um nýliðna helgi, var frestað frá Sandgerði í gær. Þegar skipið var að leggja úr höfn í Sandgerði kom í ljós að stýrisblað skipsins var laust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðgerðarflokkur var kallaður til og var stýrið fest aftur á skipið í höfninni í Sandgerði. Var skipið þyngt að framan þannig að stýrisfestingar komu upp úr sjó.

Fernanda var í Sandgerði til að sækja fóður frá fyrirtækinu Skinnfiski en afurðirnar eru fluttar til Danmerkur.



Fernanda í höfninni í Sandgerði síðdegis í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson