Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fernanda í Njarðvík
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 10:05

Fernanda í Njarðvík

Skipið rifið í Helguvík

Flutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar í Njarðvík í gær. Áætlað er að niðurrif skipsins fari fram í Helguvík á næstunni.

Átján dagar eru síðan eldur varð laus í skipinu þegar það var á leið til Sandgerðis. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði þá 11 manna áhöfn skipsins um 20 sjómílum sunnan við Vestmannaeyjar. Varðskipið Þór tók síðar skipið í tog og fór með það til Hafnarfjarðar. Þá gaus upp mikill eldur að nýju í skipinu og var því brugðið á það ráð að draga brennandi skipið úr höfn og haldið djúpt út fyrir Garðskaga. Þar hélt skipið áfram að brenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024