Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fermingarbörn fá leitarhund í heimsókn.
Föstudagur 19. nóvember 2004 kl. 11:11

Fermingarbörn fá leitarhund í heimsókn.

Fermingarbörnin í Grindavík fengu góða heimsókn á fimmtudagskvöldið í síðustu viku þegar Þorsteinn Haukur Þorsteinsson og leitarhundurinn Bassi frá Tollstjóraembættinu komu til að fræða börnin um skaðsemi fíkniefna.  Þorsteinn Haukur útskýrði fyrir börnunum á mjög skýran hátt hvað fíkniefni eru skaðleg og einnig að eina markmið fíkniefnasala væri að græða peninga.
Hann lýsti því hvernig fíkniefnasalar reyna að selja börnum dóp, hvernig þeir smygla t.d dópi til að selja á þjóðhátíð og hvernig dópi er smyglað inn í landið. Fjöldi foreldra kom á fundinn og fræddi Þorsteinn þá um ýmislegt varðandi dópneyslu unglinga eins og því hvernig unglingar breyta hegðun sinni og útliti, nýir vinir sem koma helst aldrei inn fyrir hússins dyr og aldrei er sagt nákvæmlega hvað er verið að fara eða gera. Einnig fræddi hann foreldra um heiti og útlit á flestum dóptegundum og skaðsemi þess.
Þá varaði hann sérstaklega við því að stúlkur og bara allt kvennfólk ætti aldrei að fá sér sopa af glasi á veitingastað ef viðkomandi hefur litið augum af glasinu. Það sem þessir glæpamenn gera er að þeir setja smjörsýru í glasið en hún er nær alveg lyktar- og bragðlaus og verður fólk hálf rænulaust af smjörsýrunni en þá fórnarlambinu oftast nær nauðgað. Þó nokkuð mörg tilfelli eru kærð til lögreglu og nefndi Þorsteinn dæmi um 49 ára gamla konu sem lenti í þessu en var bjargað fyrir utan veitingastaðinn áður en skaði hlaust af svo að það eru ekki bara ungar stúlkur sem verða að passa sig.
Óskipta athygli fermingarbarna vakti svo Bassi, svartur labrador leitarhundur en hann er 8 ára og hefur verið þjónustu Tollgæslunar við að finna dóp sem verið er að smygla til landsins eða á milli landshluta. Strax á sínu fyrsta ári fann Bassi eitt mesta magn E-taflna sem fundist hefur og er það met ekki enn slegið. Bassi er hvers manns hugljúfi og kann ýmsar aðrar kúnstir og sýndi hann fermingarbörnunum þær undir leiðsögn félaga síns, Þorsteini Hauki.  Þess má geta að Bassi (fullt nafn: Rocky Star Black Odinn Bassi Þorsteinsson) fékk 9,9 á fyrsta prófinu sem hann tók og hefði fengið 10 ef félagi (Þorsteinn Haukur) hans hefði ekki klikkað á einu smáatriði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024