Ferðum Íslendinga fækkar stórlega
Brottförum Íslendinga frá Leifsstöð fækkaði verulega á milli ára í janúar, eða um 40%. Þannig voru 16 þúsund brottfarir Íslendinga í janúar 2009 samanborið við 31 þúsund á árinu 2008. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.
Þar segir ennfremur að alls hafi 20 þúsund erlendir gestir farið frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum, 300 færri en í janúarmánuði árinu áður. Erlendum gestum fækkaði því um 1,5% milli ára.
Á vef Keflavíkurflugvallar ohf segir að farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi fækkað um rúmlega 28% í janúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 117 þúsund farþegum árið 2008 í rúmlega 84 þúsund farþega nú. Farþegum til og frá Íslandi fækkaði um tæplega 32% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um rúm 6%.