Ferðin með tankinn sækist seint
Ferð 90 tonna mjöltanksins úr Grindavík sækist seint. Fyrir fáeinum mínútum var Grindavíkurvegur opnaður en nú verður haldið með tankinn í námurnar í Stapafelli. Þar verður tankurinn geymdur í nótt á meðan menn hvílast. Í fyrramálið verður staðan metin með tilliti til veðurs og færðar, en hálka á vegum er til vandræða í þessum flutningum, þar sem dráttarvagninn má ekki renna til, svo illa fari.
Nú er komið inn í Vefsjónvarp Víkurfrétta myndband af því þegar tankurinn var dreginn frá Grindavík í ljósaskiptunum í kvöld.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson