Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ferðaþjónustan horfi til þróunar í sjávarútvegi
    Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, á fundi um ferðamál í vikunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Ferðaþjónustan horfi til þróunar í sjávarútvegi
    Frá ferðamálafundinum í Duus-húsum í vikunni.
Föstudagur 6. mars 2015 kl. 12:03

Ferðaþjónustan horfi til þróunar í sjávarútvegi

– segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði

Stefna og framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er mikilvægt verkefni, sem í raun hefði þurft að vera búið að vinna áður en sprenging varð í fjölgun ferðamanna fyrir nokkrum árum. Þetta segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, en hann var þátttakandi í fundi um ferðamál í Duus sem fram fór í vikunni. Hann ritar pistil á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs þar sem hann fjallar um fundinn.

„Við höfum að mörgu leyti ekki búið okkur undir þessa þróun, m.a. með uppbyggingu innviða og erum að elta þróunina að því leyti.  Ég velti fyrir mér hvort ferðaþjónustan ætti að horfa til þróunar hjá sjávarútvegnum. Horfa frá magni yfir í aukin verðmæti, því fjöldinn og magnið skilar ekki endilega mestum tekjum og framlegð. Það sem skiptir megin máli er að nýta auðlindina með sjálfbærni að leiðarljósi og á sem hagkvæmastan hátt. Aukin framlegð skapar forsendur til að hækka laun. Það eru allar slíkar forsendur fyrir hendi varðandi ferðaþjónustuna, en til að það geti orðið þarf stefnumótun, aðgerðaáætlun og samvinnu allra aðila sem að málinu koma. Ég held við séum að fara á rétta leið í þessum málum,“ segir Magnús bæjarstjóri í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024