Ferðaþjónusta Reykjaness áfram með akstur fólks með fötlun
Ferðaþjónusta Reykjaness mun áfram sinna akstri fólks með fötlun í Reykjanesbæ. Skrifað var undir samning þess efnis á dögunum. Samningurinn var gerður í kjölfar útboðs þar sem tvö fyrirtæki sendu inn tilboð. Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi í apríl á næsta ári.
Ferðaþjónusta Reykjaness hefur sinnt þjónustunni undanfarin ár og mun halda sama fyrirkomulagi á þjónustunni og verið hefur. Markmið ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ er að gera fólki kleift að stunda vinnu, nám eða sækja sér þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir.
Margrét Arna Eggertsdóttir frá Ferðaþjónustu Reykjaness og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mynd af vef Reykjanesbæjar.