Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

  • Ferðaþjónusta á Garðskaga undir einn hatt
    Bæjaryfirvöld vilja alla þjónustu á Garðskaga undir einn hatt.
  • Ferðaþjónusta á Garðskaga undir einn hatt
    Byggðasafnið á Garðskaga.
Þriðjudagur 31. mars 2015 kl. 13:59

Ferðaþjónusta á Garðskaga undir einn hatt

– segja upp samningi veitingastaðar á byggðasafninu

Stýrihópur um stefnumótun um atvinnumál og ferðaþjónustu hefur fjallað um starfsemi og rekstur ferðaþjónustu og byggðasafns á Garðskaga. Í minnisblaði sem lagt hefur verið fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs er lagt er til að öll starfsemi og rekstur á Garðskaga verði á einni hendi og undir einni yfirstjórn. Segir hópurinn að farin verði sú leið að fela sérstöku rekstrarfélagi að annast allan rekstur og starfsemi á Garðskaga. Þá er lagt til að húsaleigusamningi vegna veitingaaðstöðu í byggðasafninu á Garðskaga verði sagt upp.

Í minnisblaði frá Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra er gerð grein fyrir kostnaðaráætlun vegna starfa stýrihópsins. Áætlað er að kostnaður verði ríflega 1,2 milljónir króna.

Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða að fela stýrihópi að vinna frekari tillögur og útfærslu á rekstrarfélagi sem annist allan rekstur og starfsemi á Garðskaga. Þá var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að segja upp húsaleigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins á byggðasafninu með tilteknum uppsagnarfresti samkvæmt húsaleigusamningi. Uppsögn húsaleigusamnings er á forsendu fyrirhugaðra skipulagsbreytinga varðandi allan rekstur og starfsemi á Garðskaga.

Bæjarráð Garðs tók í febrúar sl. fyrir erindi frá rekstraraðila veitingastaðarins í byggðasafni þar sem rekstraraðili óskar m.a. eftir breytingum á húsaleigusamningi og samkomulagi í tengslum við ógreidda húsaleigu. Þá samþykkti bæjarráð að hafna ósk um breytingar á húsaleigusamningi og bæjarstjóra falið að eiga viðræður við rekstraraðila um lausnir á öðrum málum sem fram koma í erindinu, þ.á.m. að ganga á eftir innheimtu á húsaleigu.

Public deli
Public deli