Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamenn stálu af ferðamönnum á bílaleigu
Þriðjudagur 18. apríl 2017 kl. 13:29

Ferðamenn stálu af ferðamönnum á bílaleigu

Stálu áfengi úr fríhafnarpoka

Erlendir ferðamenn urðu uppvísir að því að stela frá erlendum ferðamönnum á bílaleigu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem stolið var frá, hingað kominn með fjölskyldu sinni, var að undirrita bílaleigusamninginn þegar einn úr þriggja manna hópi, sem einnig var inni á bílaleigunni teygði sig í fríhafnarpoka þess fyrrnefnda og tók úr honum þrjár áfengisflöskur og annan varning.

Myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavél sýndu athæfið svo ekki var um villst. Þegar þjófnaðurinn uppgötvaðist voru þremenningarnir á bak og burt á bíl sem þeir höfðu tekið á leigu. Starfsmaður bílaleigunnar hafði samband við þá og tjáði þeim að sést hefði til eins þeirra taka varning úr pokanum. Kvaðst fólkið þá ætla að snúa við. Þegar bið varð á því var aftur reynt að ná sambandi við það en þá var búið að slökkva á farsímanum. Málalok biðu því þar til að þremenningarnir skiluðu bílaleigubílnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024