Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamenn hanga á húninum
Sunnudagur 4. ágúst 2013 kl. 13:01

Ferðamenn hanga á húninum

Byggðasafnið á Garðskaga vinsæll ferðamannastaður

Byggðasafnið á Garðskaga er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Reykjanesinu en þar má skoða ýmislegt frá gamla tímanum. Safnið hefur að geyma ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum Íslendinga til lands og sjós. Elstu munir eru yfir hundrað ára gamlir og finnst gestum gaman að skoða gamalt íslenskt heimili með öllum tækjum og tólum sem notuð voru á 20. öld. Stór hluti safnsins eru sjóminjar og má skoða ýmsa hluti sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunnar á fiski í landi.

Safnið opnaði árið 1995 og var núverandi húsnæði tekið í notkun á tíu ára afmæli safnsins, en húsið er um 700 fermetrar og er veitingahúsið 2 Vitar á efri hæðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt Eyrúnu Helgu Ævarsdóttur starfsmanni safnsins er alltaf ágætis rennsli af fólki allan daginn. Opið er á sumrin frá 13-17 alla daga og mæta margir fyrir auglýstan opnunartíma og segir Eyrún að það sé allt í góðu sé hún mætt á svæðið hvort eð er. Safnið fær um 6000 gesti yfir allt sumarið og eru Íslendingar einnig duglegir að heimsækja safnið þegar þau fara um Reykjanesið