Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ferðamenn fórnarlömb svikara
Föstudagur 23. ágúst 2013 kl. 15:23

Ferðamenn fórnarlömb svikara

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að tveir einstaklingar, sem ætluðu með áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli til Nuuk hefðu verið stöðvaðir, þar sem greitt hefði verið fyrir farseðla þeirra með stolnu greiðslukorti. Mennirnir sem um ræðir höfðu dvalið í nokkra daga hér á landi, en aðili í heimalandi þeirra hafði annast kaupin á flugmiðunum. Höfðu þeir komist í samband við hann á netinu, þar sem hann tjáði þeim að hann ynni fyrirferðaskrifstofu og gæti útvegað þeim ódýra flugmiða til Grænlands.

Mennirnir voru færðir á lögreglustöð. Við rannsókn málsins kom ekkert í ljós sem gefið gat vísbendingar um að þeir væru viðriðnir kortasvindlið. Er talið að þeir hafi verið fórnarlömb svika erlendra aðila.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024