Ferðamannavegur frá Ósabotnum að Garðskaga
Minnisblað vegna „Ferðamannavegar á Reykjanesi“ var lagt fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs á dögunum. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri, kynnti verkefnið og fór yfir þær hugmyndir sem unnið er eftir. Ferðamannavegurinn verður í fyrsta áfanga frá Ósabotnum að Garðskaga og verður upplifun fyrir ferðamenn og gesti svæðisins að ferðast um vel merkta og skemmtilega ferðamannaleið.