Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamálasamtökin gefa út veglegt upplýsingarit
Mánudagur 4. febrúar 2008 kl. 13:35

Ferðamálasamtökin gefa út veglegt upplýsingarit

Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa í samvinnu við Ferðasmálasamtök Íslands gefið út veglegt 32 síðna upplýsingarit um Reykjanes. Ritinu er dreift í 15 þúsund eintökum hér heima og erlendis og er aðal markhópurinn erlendir ferðamenn sem sækja Ísland heim.

Myndmálið er ráðandi í ritinu en að sögn Kristjáns Pálssonar, framkvæmdastjóra Ferðamálasamtaka Suðurnesja, eru það fyrst og fremst ljósmyndir sem höfða til ferðamanna þegar þeir taka ákvörðun um hvað þá langar að sjá og skoða. Myndirnar eru m.a. eftir Ellert Grétarsson, Ragnar Th Sigurðsson og Oddgeir Karlsson og innihalda helstu náttuperlur Reykjanesskagans auk svipmynda úr mannlífi.

Ritið er hægt að nálgast á PDF formi á heimasíða Ferðamálasamtaka Suðurnesja, www.reykjanes.is



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024