Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamál eru Suðurnesjamönnum hugleikin
Markaðsstofan og Geopark kynntu starfsemi sína fyrir heimamönnum en komið var við í Vogum, Grindavík, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.
Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 09:13

Ferðamál eru Suðurnesjamönnum hugleikin

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Unesco Global Geopark stóðu fyrir fundaröð á Suðurnesjum í liðinni viku þar sem ferðamál á svæðinu voru á dagskrá. Íbúar létu sitt ekki eftir liggja og mættu vel á fundina til þess að fræðast um verkefni sem eru í vinnslu og framtíðina í þessum málaflokki. Líflegar umræður sköpuðust á fundunum og ljóst að ferðamálin eru heimamönnum hugleikin. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024