Ferðamaður fékk sér í ærlega í staupinu áður en hann fór á brautina
Nokkrir ökumenn hafa verið staðnir að vímuefnaakstri á síðustu dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Einn þeirra, erlendur ferðamaður, var valtur á fótunum þegar hann gekk að lögreglubifreiðinni til viðræðna við lögreglumenn. Hann viðurkenndi að hafa fengið sér ærlega í staupinu áður en hann settist undir stýri. Hann greiddi 157.500 krónur í sekt áður en hann hélt af landi brott morguninn eftir.
Annar erlendur ferðamaður sem var á leið að Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist einnig hafa innbyrt umtalsvert magn áfengis og þurfi einnig að greiða 157.00 krónur í sekt.