Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamaður á villigötum á Vogastapa
Mánudagur 6. september 2021 kl. 10:35

Ferðamaður á villigötum á Vogastapa

Ferðamaður lenti svo sannarlega á villigötum þegar hann ætlaði að Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann setti áfangastaðinn inn í Google Maps og hélt af stað. Lögreglunni á Suðurnesjum barst svo hjálparbeiðni frá ferðamanninum og var hann þá kominn inn á þröngan og stórgrýttan vegarslóða á Vogastapa.

Maðurinn ók bílaleigubíl, Toyota Yaris, sem var búinn á því þegar lögregla mætti á vettvang auk þess sem sprungið var á einu dekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ökumaðurinn kvað forritið hafa sýnt sér þennan möguleika á akstri að hótelinu þar sem leiðin væri styttri en aðrar sem í boði voru.

Lögregla aðstoðaði manninn og gerði viðkomandi bílaleigu viðvart.

Þá barst hjálparbeiðni vegna konu sem hafði slasast við gosstöðvarnar í Geldingadali. Hafði hún snúið sig á fæti og var ekki göngufær. Hún var aðstoðuð niður á bílastæði.