Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamaður á fleygiferð
Föstudagur 8. desember 2017 kl. 10:43

Ferðamaður á fleygiferð

Erlendur ökumaður, sem keyrði á 128 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, var einn þeirra sem lögreglan á Suðurnesjum kærði fyrir of hraðan akstur í vikunni. Ferðamaðurinn fékk 52 þúsund króna sekt sem hann greiddi á staðnum.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem grunaður var um ölvun við akstur og öðrum sem grunaður var um fíkniefnaakstur. Sá síðarnefndi reyndist hafa amfetamín í vörslum sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024