Fer rekstur Keflavíkurflugvallar til einkaaðila?
Svo gæti farið að rekstur Keflavíkurflugvallar verði kommin í hendur einkaaðila áður en langt um líður. Þetta kom fram í ræðu Geirs H Haarde, utanríkisráðherra á Alþingi í dag.
Í ræðu sinni fór ráðherra yfir sögu varnarsamstarfsins og ræddi mögulegt framhald á varnarsamstarfi við Bandaríkjamenn sem mun gjörbreytast og útilokaði Geir ekki að samningnum yrði sagt upp.
Í því sambandi minntist hann á rekstur og viðhald Keflavíkurflugvallar og segir þar:
Einsýnt er að við munum taka að okkur rekstur Keflavíkurflugvallar. Rekstur alþjóðaflugvallar er óháður vörnum eða afskiptum erlendra ríkja hjá þjóðum almennt. Þegar varnarsamningurinn var gerður 1951 ríktu þær aðstæður að við vorum ekki fær um að taka þetta verkefni að okkur sökum smæðar og kunnáttuleysis og starfsemin var nánast óaðgreinanleg frá hernaðarflugi. Hins vegar hefur það verið stefna íslenskra stjórnvalda áratugum saman að aðskilja borgaralegt og hernaðarlegt flug og frá því Flugstöð Leifs Eiríkssonar var byggð hefur hlutur Íslands í rekstri borgaralegs flugs verið töluverður. Við höfum nú um nokkurt skeið undirbúið, og boðið í samningum við Bandaríkjamenn, að taka að fullu að okkur rekstur og viðhald Keflavíkurflugvallar eins og alþjóð er kunnugt.
Vangaveltur um framtíðarnýtingu þess svæðis sem heyrir undir varnarsamninginn og mannvirkjanna þar eru ótímabærar. Þar er á ferðinni flókið úrlausnarefni sem vinna þarf í nánu samráði við bandarísk stjórnvöld næstu misserin.
Ég tel að stefna eigi að því að einkafyrirtæki annist rekstur Keflavíkurflugvallar eins og tíðkast víða annars staðar. Þá væri stofnað hlutafélag í eigu ríkisins um rekstur flugvallarins, en ekki látið staðar numið þar heldur yrði félagið einkavætt í framhaldinu. Innlendum og erlendum fjárfestum byðist með þessu vænlegur fjárfestingarkostur. En rétt er að taka fram að engin ákvörðun liggur fyrir í þessu máli.
VF-mynd/Þorgils: Lending á Keflavíkurflugvelli
Í ræðu sinni fór ráðherra yfir sögu varnarsamstarfsins og ræddi mögulegt framhald á varnarsamstarfi við Bandaríkjamenn sem mun gjörbreytast og útilokaði Geir ekki að samningnum yrði sagt upp.
Í því sambandi minntist hann á rekstur og viðhald Keflavíkurflugvallar og segir þar:
Einsýnt er að við munum taka að okkur rekstur Keflavíkurflugvallar. Rekstur alþjóðaflugvallar er óháður vörnum eða afskiptum erlendra ríkja hjá þjóðum almennt. Þegar varnarsamningurinn var gerður 1951 ríktu þær aðstæður að við vorum ekki fær um að taka þetta verkefni að okkur sökum smæðar og kunnáttuleysis og starfsemin var nánast óaðgreinanleg frá hernaðarflugi. Hins vegar hefur það verið stefna íslenskra stjórnvalda áratugum saman að aðskilja borgaralegt og hernaðarlegt flug og frá því Flugstöð Leifs Eiríkssonar var byggð hefur hlutur Íslands í rekstri borgaralegs flugs verið töluverður. Við höfum nú um nokkurt skeið undirbúið, og boðið í samningum við Bandaríkjamenn, að taka að fullu að okkur rekstur og viðhald Keflavíkurflugvallar eins og alþjóð er kunnugt.
Vangaveltur um framtíðarnýtingu þess svæðis sem heyrir undir varnarsamninginn og mannvirkjanna þar eru ótímabærar. Þar er á ferðinni flókið úrlausnarefni sem vinna þarf í nánu samráði við bandarísk stjórnvöld næstu misserin.
Ég tel að stefna eigi að því að einkafyrirtæki annist rekstur Keflavíkurflugvallar eins og tíðkast víða annars staðar. Þá væri stofnað hlutafélag í eigu ríkisins um rekstur flugvallarins, en ekki látið staðar numið þar heldur yrði félagið einkavætt í framhaldinu. Innlendum og erlendum fjárfestum byðist með þessu vænlegur fjárfestingarkostur. En rétt er að taka fram að engin ákvörðun liggur fyrir í þessu máli.
VF-mynd/Þorgils: Lending á Keflavíkurflugvelli