Fer að rigna á morgun
Klukkan 6 var austlæg átt 5-15 m/s, en 18-23 syðst. Dálítil væta austantil á landinu, en þurrt annars staðar. Hiti var frá 8 stigum á Skrauthólum á Kjalarnesi niður í 1 stigs frost í innsveitum NA-lands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 10-15 m/s, skýjað með köflum og rigning eða slydda síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
---------- Veðrið 20.02.2007 kl.06 ----------
Reykjavík Léttskýjað
Stykkishólmur Léttskýjað
Bolungarvík Léttskýjað
Akureyri Skýjað
Egilsst.flugv. Rigning
Kirkjubæjarkl. Léttskýjað
Stórhöfði Skýjað
------------------------------------------------
Yfirlit
Skammt NV af Írlandi er 975 mb lægð sem þokast N.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s, en 18-23 m/s við suðurströndina. Skýjað með köflum og dálítil væta SA-lands. Kólnandi veður. Víða snjókoma og vægt frost á morgun, en rigning eða slydda og hiti 0 til 5 stig suðvestantil á landinu.