Fer að lægja í kvöld
Í morgun kl. 06 var norðaustanátt, sums staðar 18-25 m/s sunnan- og suðaustanlands og einnig á hálendinu en 5-13 m/s annars staðar. Skýjað að mestu norðan- og norðaustanlands, en annars léttskýjað eða heiðskírt. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast á Skarðsfjöruvita.
Viðvörun !
Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Austfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Færeyjardjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi.
Yfirlit
Yfir A-Grænlandi er heldur minnkandi 1029 mb hæð, en um 600 km suðsuðvestur af landinu er 978 mb lægð sem hreyfist suðvestur.
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi á SA-landi fram fyrir hádegi. Norðaustanátt, víðast 8-15 m/s en 13-23 SA-lands. Lægir síðdegis og í nótt, norðaustan 5-10 á morgun. Léttskýjað eða bjartviðri sunnan- og vestanlands, en stöku skúrir eða slydduél norðaustan- og austantil á landinu. Hiti yfirleitt á bilinu 1 til 7 stig að deginum, en frystir inn til landsins í nótt.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustanátt, 8-13 m/s, en hvassara í vindstrengjum fram yfir hádegi. Fer að lægja í kvöld, norðaustan 3-8 á morgun. Léttskýjað og hiti 0 til 6 stig að deginum.