Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Fengum ósýnilegt faðmlag“
Björgunarsveitarfólkið með konfektið.
Miðvikudagur 27. desember 2017 kl. 07:37

„Fengum ósýnilegt faðmlag“

- segir björgunarsveitarmaðurinn Haraldur Haraldsson

Samtals tóku 90 björgunarsveitarmenn af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu þátt í leit að karlmanni í Reykjanesbæ að kvöldi jóladags. Það var á tíunda tímanum að kvöldi jóladags sem lögreglan kallaði út björgunarsveitir til aðstoðar við leit í Reykjanesbæ að karlmanni sem óttast var að gæti orðið úti.
 
Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ var fjölmenn í leitinni og með marga leitarhópa. Einn þeirra var stoppaður af konu í bænum sem vildi færa björgunarfólkinu konfektdós.
 
Að sjálfsögðu tók björgunarfólkið við konfektinu. „Við fengum ósýnilegt faðmlag,“ sagði Haraldur Haraldsson björgunarsveitarmaður í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024