Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastarf
Mánudagur 18. júní 2012 kl. 11:20

Fengu viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastarf



Aðalfundur Virkjunar mannauðs var haldinn nýverið. Allir eru velkomnir á aðalfund Virkjunar og að vera þátttakendur í starfi Virkjunar. Mæting á aðalfund var góð og Jónas Jónsson sjálfboðaliði bauð fundargestum uppá frábæra kjötsúpu ala Jónas.
Formaður stjórnar bauð fólk velkomið og síðan voru kosnir fundarstjóri og fundarritari.Formaður Ólafur S. Magnússon flutti skýrslu stjórnar og forstöðumaður Virkjunar Gunnar H. Gunnarsson flutti skýrslu um starfsemi Virkjunar fyrir árið 2011 og kynnti reikninga félagsins.

Í máli formanns stórnar kom m.a. fram að starfsemin hafi verið mjög öflug á árinu og ánægjulegt að geta greint frá því að í byrjun þessa árs (2012) var Virkjun úthlutað veglegum styrk frá Velferðarráðuneytinu undir liðnum Endurhæfing, til reksturs miðstöðvar fyrir atvinnuleitendur. Þessi styrkur gefur okkur byr undir báða vængi og viljum við líta svo á að þetta sé viðurkenning á því starfi sem fram fer í Virkjun.

Í máli forstöðumann Virkjunar kom fram að aðsóknin í Virkjun hefur vaxið á árinu. Heimsóknir á árinu voru 14911 og komu þó nokkrir fleiri á seinni hluta ársins miðað við þann fyrri. Í haust byrjuðum við einnig að flokka heimsóknir eftir kynjahlutfalli og samkvæmt því þá eru 62% karlar og 38% konur sem heimsækja Virkjun

Eftir umræður flutti Þórunn Lindberg ræðu um sína sýn á starfsemi Virkjunar. Síðan voru 5 sjálfboðaliðum afhent þakkarskjal fyrir vel unnin störf Þar segir; Með framlagi þínu hefur þú lagt dýrmæt lóð á vogarskálarnar í því starfi sem fram fer í Virkjun. Markmið miðstöðvarinnar er að flestir megi finna sér uppyggjandi vettvang til að efla getu sína til þátttöku í leik og starfi. Í Virkjun á hver og einn að geta miðlað af hæfileikum sínum og lært af öðrum. Þú hefur lagt þitt að mörkum til að efla starfsemi virknimiðstöðvarinnar Virkjunar.

Þakklætiskjal fengu:
Jónas H. Eyjólfsson
Sif Jónsdóttir
Jón Arason
Kristín Sveinsdóttir
Jósep Valgeirsson


Og fara þau á sérstakan heiðurslista Virkjunar mannauðs á Reykjanesi. Fundi var síðan slitið og fólki boðið uppá kaffi og spjall.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024