Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu viðurkenningar á 112-daginn
Fimmtudagur 16. febrúar 2012 kl. 14:27

Fengu viðurkenningar á 112-daginn

Þorgrímur Ómar Tavsen hlaut viðurkenningu á 112-deginum frá Rauða krossi Íslands fyrir árið 2011 en Þorgrímur sýndi eftirtektarverða færni í skyndihjálp við erfiðar aðstæður.
Þorgrímur er í áhöfn á bátnum Grímsnesi GK en fimm manna áhöfn er á bátnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skipsfélagi Þorgríms, Georg Sigurvinsson, fékk hjartastopp í vélarrúmi bátsins um hálfri klukkustund áður en báturinn kom í land á Sauðárkróki þann 17. ágúst í fyrra. Þorgrímur hnoðaði Georg stanslaust í 30 mínútur eða þar til sjúkraflutningamenn tóku á móti bátnum á höfninni á Sauðárkróki. Aðstæður Þorgríms voru verulega erfiðar í þröngu vélarrúmi og miklum hita og hávaða.

Það fengu fleiri viðurkenningu en Þorgrímur því Friðrik Smári Bjarkason úr Garðinum fékk viðurkenningu og glæsileg verðlaun fyrir eldvarnagetraun sem hann tók þátt í fyrir jólin.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á 112-deginum á slökkvistöðinni í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson