Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu undarlega skepnu í netið
Fimmtudagur 26. júní 2008 kl. 15:28

Fengu undarlega skepnu í netið



Dragnótabáturinn Örn KE-14 fékk undarlega skepnu í netið í gær.  Í fyrstu héldu skipsverjar að þetta væri áll, en svo virtist ekki vera, en við frekari athugun kom í ljós að þetta var Steinsuga. Fréttavefurinn www.245.is greinir frá þessu.

Steinsuga (eða dvalfiskur) er kjálkalaus fiskur með tenntan hringlaga munn sem virkar líkt og sogskál, en á henni eru svonefndar sogflögur. Flestar steinsugur sjúga sig fastar við aðra fiska og nærast á blóði þeirra. Þær lifa á grunnsævi á flestum stöðum í tempraða beltinu. Einnig nefndur sæsteinsuga.

Steinsugu hefur öðru hvoru orðið vart á Íslandi en þá talin vera flökkufiskur. Um haustið 2006 bar mikið á bitnum fiski í afla veiðimanna, sérstaklega á sjóbirtingsslóðum í Vestur-Skaftafellssýslu.

Rannsóknir á vegum Veiðimálastofnunar er í gangi um hvort Steinsuga hrygni í íslenskum ám, segir í frétt 245.is


Myndir/www.245.is




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024