Fengu stórlúðu í netin
Þeir félagar á Sæljóma GK 150 lentu í stórátökum á morgun þegar þeir fengu þessa stórlúðu í netin. Reyndist hún vera 120 kiló og að sögn þeirra félaga gekk á ýmsu við að landa henni um borð. Mun það vera orðið æ sjaldgæfara að menn fái þvílík ferlíki í veiðarfærin.
Að sögn þeirra félaga hafa gæftir verið mjög góðar upp á síðkastið og er svo að heyra almennt hjá smábátasjómönnum. Loðnan hefur fengið frið í bili, fiskurinn eltir hana inn á flóann og ekki skemmir fyrir að tíðin hefur verið góð þannig að ekki hafa menn þurft að liggja í brælum.
Þessa mynd tók Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, á bryggjunni í Sandgerði á dag, þegar þeir félagar á Sæljóma voru að landa stórlúðu og aulaþorski. Á myndinni eru þeir Sigurður Stefánsson, Grétar Pálsson, skipstjóri, og Karl Grétarsson.
Að sögn þeirra félaga hafa gæftir verið mjög góðar upp á síðkastið og er svo að heyra almennt hjá smábátasjómönnum. Loðnan hefur fengið frið í bili, fiskurinn eltir hana inn á flóann og ekki skemmir fyrir að tíðin hefur verið góð þannig að ekki hafa menn þurft að liggja í brælum.
Þessa mynd tók Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, á bryggjunni í Sandgerði á dag, þegar þeir félagar á Sæljóma voru að landa stórlúðu og aulaþorski. Á myndinni eru þeir Sigurður Stefánsson, Grétar Pálsson, skipstjóri, og Karl Grétarsson.