Fengu sprengju í netin
Skipverjar á Guðfinni KE-19, sem gerir út frá Sandgerði, komu með óvenjulegan feng til hafnar í Ólafsvík. Var það einhvers konar sprengja sem þeir fengu í þorskanetin norður á Fláka á Breiðafirði.
Sprengjan er í gráu hylki og er 1,07 sentímetrar að lengd og 7,5 sm í þvermál. Höfðu þeir samband við Landhelgisgæsluna strax og tók lögreglan í Ólafsvík á móti bátnum er hann kom til hafnar og tók hún sprengjuna í sína vörslu. Starfsmenn Gæslunnar munu koma vestur og líta á gripinn. Að sögn Sveins Þórs Jónssonar, skipstjóra á Guðfinni KE, gengu þeir vel frá sprengjunni um borð á leiðinni til lands.
Sprengjan er í gráu hylki og er 1,07 sentímetrar að lengd og 7,5 sm í þvermál. Höfðu þeir samband við Landhelgisgæsluna strax og tók lögreglan í Ólafsvík á móti bátnum er hann kom til hafnar og tók hún sprengjuna í sína vörslu. Starfsmenn Gæslunnar munu koma vestur og líta á gripinn. Að sögn Sveins Þórs Jónssonar, skipstjóra á Guðfinni KE, gengu þeir vel frá sprengjunni um borð á leiðinni til lands.