Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu Reykjanesspilið að gjöf
Miðvikudagur 16. desember 2009 kl. 14:57

Fengu Reykjanesspilið að gjöf

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starfsmenn á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar fengu í dag að gjöf Reykjanesspilið sem nýverið kom út. Reykjanesspilið er unnið af Bakkaflöt ehf en það hefur áður gefið út Skagaspilið sem kom út í sumar. Reykjanesspilið hefur að geyma 600 spurningar af svæðinu fyrir börn og fullorðna eftir mismunandi erfiðleikastigi og ætti því að henta vel til þess að auka fróðleik bæjarbúa á sinni heimabyggð.

Guðfinna Rósantdóttir er frumkvöðull spilanna sem hún segir hafa fengið góðar viðtökur. Hún hefur nú verið að selja það í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar en einnig er hægt að kaupa spilið í Kaffitár í Njarðvík, hjá Dúddunum í Garði og í Vélsmiðju Sandgerðis. Guðfinna segist ætla að halda ótrauð áfram og stefnir á útgáfu spils um Vestmannaeyjar á nýju ári.

Mynd: Guðrún Þorsteinsdóttir starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar tekur við Reykjanesspilinu af Guðfinnu Rósantdóttur.