Fréttir

Fengu öryggisviðurkenningu vegna hringtorga á Reykjanesbraut
Föstudagur 13. október 2017 kl. 10:18

Fengu öryggisviðurkenningu vegna hringtorga á Reykjanesbraut

Starfsmenn sem hafa verið mest við vinnuna í hringtorgunum við Aðalgötu og Þjóðbraut hafa hlotið öryggisviðurkenningu Ístaks. Viðurkenninguna fá starfsmennirnir fyrir góðan árangur í öryggismálum við mjög krefjandi og hættulegar aðstæður.

Á vinnusvæðinu voru þeir í hringiðu umferðarinnar meðan á framkvæmdum stóð og hafa verið alveg slysalausir við þetta verkefni, segir Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi Ístaks í tilkynningu.

Á meðfylgjandi mynd eru starfsmenn Ístaks með viðurkenningarskjöl sem þeir fengu afhent.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024