Fengu höfðinglegar móttökur við heimkomu
- af alþjóðavetrarleikum Special Olympics í Austurríki
Íslenski hópurinn sem tók þátt í alþjóðavetrarleikum Special Olympics í Austurríki dagana 18.-24. mars kom heim um helgina eftir vel heppnaða för. Allir íslensku keppendurnir stóðu sig mjög vel en þau Ásdís Ásgeirsdóttir, Stefán Páll Skarphéðinsson, Júlíus Pálsson og Nína Margrét Ingimarsdóttir tóku þátt í listdansi á skautum og hlutu öll verðlaun frá 2.-7. sæti.
Meðfylgjandi myndir eru frá því þegar þau komu heim frá leikunum en þau hlutu hlýjar móttökur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá fulltrúum Íþróttasambands fatlaðra og Law Enforcement Torch Run (LETR) og íslensku lögreglunni og fengu rós fyrir frábæra frammistöðu og voru landi og þjóð til sóma.